Egill Stephensen
hæstaréttarlögmaður
Egill fékk leyfi til málflutnings í héraði árið 1979 og leyfi til að vera hæstaréttarlögmaður 2014. Sérsvið hans eru sakamál en hann var lengi saksóknari bæði hjá ríkissaksóknara og lögreglustjóranum í Reykjavík. Hann hefur víðtæka reynslu af rannsóknum sakamála og ákæruvaldsstörfum. Hann hefur komið að mörgum umfangsmestu sakamálum hér á landi á síðustu áratugum svo sem fíkniefnamálum, kynferðisbrotum og líkamsárásum og hefur flutt fjölmörg mál á þessu sviði fyrir héraðsdómstólum og hæstarétti. Þá starfaði Egill um skeið hjá tollstjóra og hafði þar m.a. yfirumsjón með rannsóknum á brotum gegn tollalöggjöfinni. Hann hefur átt sæti í fjölda nefnda er varða málefni lögreglu og ákæruvalds og kynnt sér þessi málefni erlendis, m.a. með námsdvöl í Bandaríkjunum. Hann hefur verið formaður nauðasamninganefndar frá 1998 og átt sæti í refsiréttarnefnd frá 2003.
Sérsvið:
- Málsvörn og réttargæsla í sakamálum.
- Málflutningur.