Menntun og starfsferill:

  • Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970.
  • Kennari við Gagnfræðaskólann við Laugalæk samhliða námi 1970-1974.
  • Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1976.
  • Fulltrúi ríkissaksóknara 1976, skipaður 1977.
  • Löggiltur sækjandi opinberra mála í héraði 1979.
  • Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1979.
  • Skipaður saksóknari við embætti ríkissaksóknara 1992.
  • Dvaldi í Bandaríkjunum og kynnti sér þar skipan lögreglu, ákæruvalds og dómstóla september – desember 1995.
  • Settur saksóknari við embætti lögreglustjórans í Reykjavík 1997.
  • Skipaður saksóknari við embætti lögreglustjórans í Reykjavík 1998. Stýrði þar rannsóknar- og ákærusviði og sat í framkvæmdastjórn embættisins.
  • Skipaður saksóknari við embætti ríkissaksóknara frá 1. janúar 2007.
  • Deildarstjóri við embætti tollstjóra frá 1. maí 2008, upphaflega á grundvelli reglna um hreyfanleika ríkisstarfsmanna nr. 3, 2005. Hafði yfirumsjón með rannsóknum á brotum gegn tollalöggjöfinni og málalyktum í því sambandi og kom jafnframt að margvíslegri skipulagsvinnu, m.a. vegna ákvörðunar um að gera landið að einu tollumdæmi, sbr. lög nr. 147, 2008. Átti sæti í yfirstjórn tollasviðs embættisins.
  • JP Lögmenn frá 2011.
  • Leyfi til að vera hæstaréttarlögmaður 15. janúar 2014.
  • Löggilding til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali 2015
  • EST Lögmannsstofa 2016.

 

Trúnaðarstörf:

  • Skipaður varamaður í nefnd sem hafði það hlutverk að skipuleggja og samræma aðgerðir lögreglu og tollgæslu á sviði ávana- og fíkniefnamála o.fl. (tók í raun fullan þátt í störfum nefndarinnar) 1984.
  • Tilnefndur í norrænan starfshóp til að kanna löggjöf og réttarframkvæmd í fíkniefnamálum á Norðurlöndum 1990.
  • Tilnefndur í norrænan starfshóp til að kanna löggjöf og réttarframkvæmd á Norðurlöndum um neyslu fíkniefna og vörslu þeirra til eigin nota 1995.
  • Skipaður í nefnd til undirbúnings gildistöku lögreglulaga nr. 90, 1996 og laga um breyting á lögum um meðferð opinberra mála nr. 84, 1996.
  • Tilnefndur til að semja fyrirmyndir að ákærum í helstu brotaflokkum, svo og almenn fyrirmæli um meðferð ákæruvalds og standa að námskeiðum fyrir alla lögreglustjóra og fulltrúa þeirra um sama efni 1997.
  • Falið af dómsmálaráðuneytinu að vera ríkissaksóknara til aðstoðar við eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum 1997.
  • Skipaður í nefnd til að fjalla um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu 1998.
  • Skipaður formaður nauðasamninganefndar 1998.
  • Skipaður í starfshóp til að fara yfir löggjöf og reglur varðandi vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna 1999.
  • Skipaður í starfshóp til að gera úttekt á brotum gegn banni við áfengisauglýsingum og gera tillögur um viðbrögð við þeim 2000.
  • Skipaður í nefnd til að kanna ný úrræði vegna brota ungmenna, einkum sáttamiðlun, 2003.
  • Skipaður í refsiréttarnefnd 2003.
  • Skipaður í nefnd til að leggja drög að framkvæmd og eftirliti með tilraunaverkefni um sáttamiðlun í opinberum málum 2006.
  • Falið af dómsmálaráðherra að vinna við drög að frumvarpi til laga um meðferð sakamála, sérstaklega þann þátt er varðar breytingar á skipan ákæruvalds 2007.
  • Tilnefndur í norrænan starfshóp til að kanna leiðir til aukins samstarfs ákæruvalds á Norðurlöndum 2007.
  • Tilnefndur í starfshóp með það hlutverk m.a. að upplýsa ESB um getu íslenska réttarkerfisins til að taka á brotum sem þykja stofna fjármálalegu öryggi sambandsins í hættu (Financial Control) 2011.

 

Ritstörf:

The Criminal Justice System in Iceland – Rethinking European Criminal Justice (handrit 2007/2008). Skýrslan var unnin að tilhlutan Max Planck Institute vegna rannsóknar stofnunarinnar á leiðum til að efla samvinnu Evrópuþjóða í sakamálum. Í skýrslunni er m.a. að finna lýsingu á uppbyggingu og starfsháttum lögreglu, ákæruvalds og dómstóla hér á landi. Dómsmálaráðherra veitti styrk til verksins.